þessi stelpa (vol. II)
ég hitti þessa stelpu um daginn
þú veist,
þessa stelpu sem hlustar á franskt rokk
og keðjureykir til að mótmæla hugmyndinni sem þeir hafa af okkur
þú veist,
okkur sem kynslóð og svona
og einskisnýtum, útlits- og sjálfsdýrkandi letingjum.
hún var allavega þarna,
hinum meginn við glerið,
og starði jafn mikið á mig og ég á hana
ég gat ekki litið undan.
hún fann það,
svo hún hallaði sér fram,
með la vita e bella í bakgrunni,
horfði djúpt í augun á mér og spurði mig svo;
„er þetta spegill?“
þegar ég svaraði neitandi kinkaði hún kolli,
hallaði sér aftur
og hvarf svo, jafn snögglega og hún birtist.
þú veist,
þessa stelpu sem hlustar á franskt rokk
og keðjureykir til að mótmæla hugmyndinni sem þeir hafa af okkur
þú veist,
okkur sem kynslóð og svona
og einskisnýtum, útlits- og sjálfsdýrkandi letingjum.
hún var allavega þarna,
hinum meginn við glerið,
og starði jafn mikið á mig og ég á hana
ég gat ekki litið undan.
hún fann það,
svo hún hallaði sér fram,
með la vita e bella í bakgrunni,
horfði djúpt í augun á mér og spurði mig svo;
„er þetta spegill?“
þegar ég svaraði neitandi kinkaði hún kolli,
hallaði sér aftur
og hvarf svo, jafn snögglega og hún birtist.