

ég man að ég var að hugsa um þig
þegar ég var allt í einu stödd á leikvelli barnæsku minnar.
hangandi í rólu
sem minnti mig bara á hvað ég hef stækkað
í hnédjúpum snjó
með sultardropa í nefinu
í aðeins of stórri úlpu
og aðeins og þröngum skóm.
ég man að ég var að hugsa um þig
þegar ég hallaði mér aftur í fastgreipum barnæsku minnar.
með höfuðið danglandi
og lét frostöldurnar skola mér langt héðan
á bjartari stað
með vori og hlátrasköllum
í flíspeysu eldri en ég
og skóm af stóru frænku.
þegar ég var allt í einu stödd á leikvelli barnæsku minnar.
hangandi í rólu
sem minnti mig bara á hvað ég hef stækkað
í hnédjúpum snjó
með sultardropa í nefinu
í aðeins of stórri úlpu
og aðeins og þröngum skóm.
ég man að ég var að hugsa um þig
þegar ég hallaði mér aftur í fastgreipum barnæsku minnar.
með höfuðið danglandi
og lét frostöldurnar skola mér langt héðan
á bjartari stað
með vori og hlátrasköllum
í flíspeysu eldri en ég
og skóm af stóru frænku.