óðurinn til barnæskunnar
ég man að ég var að hugsa um þig
þegar ég var allt í einu stödd á leikvelli barnæsku minnar.
hangandi í rólu
sem minnti mig bara á hvað ég hef stækkað
í hnédjúpum snjó
með sultardropa í nefinu
í aðeins of stórri úlpu
og aðeins og þröngum skóm.

ég man að ég var að hugsa um þig
þegar ég hallaði mér aftur í fastgreipum barnæsku minnar.
með höfuðið danglandi
og lét frostöldurnar skola mér langt héðan
á bjartari stað
með vori og hlátrasköllum
í flíspeysu eldri en ég
og skóm af stóru frænku.  
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar