kletturinn
ég sit andspænis kletti.
ég og þessi klettur höfum þekkst lengi,
stundum oftar en annars.

þegar ég var 12 ára
og viss um fleira en ég er núna,
tók ég upp myndband á þessum kletti.

það var tekið upp á bleika digital myndavél,
en ég get samt ómögulega fundið það.
sem er kannski svolítið táknrænt,
því það var í síðasta skiptið sem ég nálgaðist þennan klett glöð.

um hálfu ári seinna byrjaði ég að koma til hans oftar,
leiðari með hverju skiptinu,
ákveðnari með hverju skiptinu.
samt aldrei nógu ákveðin.
og núna sit ég andspænis klettinum,
í þykjustunni-störukeppni við hann
því allir vita að klettar geta ekki starað  
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar