garðaprjón á pósthússtræti
það var þögn.
og eins og svo oft þegar það var þögn,
var hún ekki þrúgandi fyrr en hún var rofin,
með orðræðu sem beindist ekki að mér.
svo ég starði bara fram,
og undirbjó svör og brandara og reiðilestra
sem ég vissi samt að ég myndi aldrei geta flutt.
en það er huggandi að lifa í sjálfsblekkingu,
um eigin getu og annarra í samskiptum og samskiptileysi,
eins og einhver kunni eitthvað.
og eins og svo oft þegar það var þögn,
var hún ekki þrúgandi fyrr en hún var rofin,
með orðræðu sem beindist ekki að mér.
svo ég starði bara fram,
og undirbjó svör og brandara og reiðilestra
sem ég vissi samt að ég myndi aldrei geta flutt.
en það er huggandi að lifa í sjálfsblekkingu,
um eigin getu og annarra í samskiptum og samskiptileysi,
eins og einhver kunni eitthvað.