

ég skar af mér höndina
svo þú fengir pláss.
ég sleit hárið mitt af
eitt, og eitt í einu
því þig klæjaði undan því.
ég plokkaði úr mér augun
svo ég sæi ekki gallana.
ég afneitaði mér hamingju
með glöðu geði
því þín var í fyrirrúmi.
en það var ekki nóg.
þú þurftir meira pláss,
minna hár,
heyrnarleysi á gallanna
og allt sem ég átti.
svo þú fengir pláss.
ég sleit hárið mitt af
eitt, og eitt í einu
því þig klæjaði undan því.
ég plokkaði úr mér augun
svo ég sæi ekki gallana.
ég afneitaði mér hamingju
með glöðu geði
því þín var í fyrirrúmi.
en það var ekki nóg.
þú þurftir meira pláss,
minna hár,
heyrnarleysi á gallanna
og allt sem ég átti.