pláss
ég skar af mér höndina
svo þú fengir pláss.
ég sleit hárið mitt af
eitt, og eitt í einu
því þig klæjaði undan því.

ég plokkaði úr mér augun
svo ég sæi ekki gallana.
ég afneitaði mér hamingju
með glöðu geði
því þín var í fyrirrúmi.

en það var ekki nóg.
þú þurftir meira pláss,
minna hár,
heyrnarleysi á gallanna
og allt sem ég átti.
 
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar