´BLÁA SÁPUKÚLAN´
ég sá þig aftur í gær
það þyrmdi yfir mig eins og hægvirk
mænurótardeyfing
ég stóð fyrir framan þig
dofin
hjartað mitt sló hægar en nokkrum
sinnum áður
við vorum allt í einu saman bara tvö
föst í blárri sápukúlu
augun þín sögðu allt sem segja þurfti
deyfingin smám saman hvarf
sápukúlan sprakk
ég stóð ein eftir og brosti bjánalega
allt innan í mér hrundi með ryki og sandi
hóst.....hóst....  
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´