´Leið 15´
ég sit í gulum strætó
leið 15
Hlemmur - Grafarvogur
Blái himininn verður absúrd
og breytist í lítil monster
sem hoppa á gluggann minn
hlægjandi

Gamla konan fyrir framan mig
talar við sjálfa sig
ég lít niður,
snjórinn er að bráðna
ég er blaut í fæturnar

geng út
kalda loftið hoppar í rússíbanaferð
niður lungun mín  
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´