´Eldspýtan´
Þetta byrjaði eins og að kveikt væri á eldspýtu
Fyrst var hún heillengi í eldspýtustokknum
margar voru á undan henni
þær enduðu allar eins

Síðan var hún valin

Hann renndi henni kröftulega eftir hliðinni á stokknum
Það blossaði, neistarnir skutust í allar áttir
Síðan kviknaði loks á henni
Loginn var svo fallegur
svo kröftugur og heitur

það smám minnkaði - brann út

meiddi hann í hendinni
hún var útbrunnin

Hann fleygði henni án þess að hugsa um það
í öskubakkann
fleygði henni tilfinningasnauður á svip
Hún lá þar í hnipri í nokkra daga og lét sig dreyma um ´glory times´
á næsta tiltektardegi var henni hent út í tunnu
þar lá hún á milli bananahýðis og myglaðs brauðs
Ruslabíllinn kom og tók hana, keyrði hana upp á hauga og þar bjó hún það sem eftir var.....

 
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´