´Eldspýtan´
Þetta byrjaði eins og að kveikt væri á eldspýtu
Fyrst var hún heillengi í eldspýtustokknum
margar voru á undan henni
þær enduðu allar eins
Síðan var hún valin
Hann renndi henni kröftulega eftir hliðinni á stokknum
Það blossaði, neistarnir skutust í allar áttir
Síðan kviknaði loks á henni
Loginn var svo fallegur
svo kröftugur og heitur
það smám minnkaði - brann út
meiddi hann í hendinni
hún var útbrunnin
Hann fleygði henni án þess að hugsa um það
í öskubakkann
fleygði henni tilfinningasnauður á svip
Hún lá þar í hnipri í nokkra daga og lét sig dreyma um ´glory times´
á næsta tiltektardegi var henni hent út í tunnu
þar lá hún á milli bananahýðis og myglaðs brauðs
Ruslabíllinn kom og tók hana, keyrði hana upp á hauga og þar bjó hún það sem eftir var.....
Fyrst var hún heillengi í eldspýtustokknum
margar voru á undan henni
þær enduðu allar eins
Síðan var hún valin
Hann renndi henni kröftulega eftir hliðinni á stokknum
Það blossaði, neistarnir skutust í allar áttir
Síðan kviknaði loks á henni
Loginn var svo fallegur
svo kröftugur og heitur
það smám minnkaði - brann út
meiddi hann í hendinni
hún var útbrunnin
Hann fleygði henni án þess að hugsa um það
í öskubakkann
fleygði henni tilfinningasnauður á svip
Hún lá þar í hnipri í nokkra daga og lét sig dreyma um ´glory times´
á næsta tiltektardegi var henni hent út í tunnu
þar lá hún á milli bananahýðis og myglaðs brauðs
Ruslabíllinn kom og tók hana, keyrði hana upp á hauga og þar bjó hún það sem eftir var.....