´hjartaaðgerð´
ég undirbjó þetta mjög vel
valdi besta hnífinn mánuðum áður
sótthreinsaði öll áhöldin
þreif herbergið
tók símann úr sambandi
fór í nýja hvíta náttkjólinn minn
blúndurnar stungust í mig
geirvörturnar hörnuðu
settist við hvíta borðið með allt tilbúið
fyrir framan mig
leit upp í ljósið
tók hnífinn í hægri hendina
stakk honum hratt á milli brjóstanna
kippti hjartanu út
skellti því á hvíta diskinn
blóðið skvettist út úr líkama mínum
litaði allt í kringum mig
tók hnífinn upp aftur
hreinsaði blóðið af honum
skar hjarta mitt í bita

einn fyrir þig.....
einn fyrir þig....
 
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´