Medúsa
Ég heyri hljóðin, hlátra skelli
langdregið öskur og barnagrát
hún ærir alla er um hún hleypur
en er hana sérð þá hljóðnar snöggt.
Áður var hún í miklum metum
nú hreyfast lokkarnir ormum líkir
hellir hennar kaldur og blautur
galið brosið hræðist lýður.
Horfðu, horfðu litli maður
líttu fagra meyju, nakin
ormlíkar hreyfingar, fögur húðin
andlitið sorgmætt eins og dauðinn.
Ég leit hana augum, ég var forvitin mey
falleg, svo falleg, með sorgmæddu augun
ég fann hvernig líkaminn hægt breyttist
nú horfi ég að eilífu á.
Í helli hennar hlátrasköllin
ægileg ópin frá hugsunum manna
þeir segja'ana dauða
þeir segja'ana ljóta.
Ó fegursta vera jörðinni á
augun svo sorgmædd, brostin og fá
horfir hún stöðugt á steinana þá
sem breittust er litu hana augum.
Ó fallega vera ég horfi þig á
gegnum steinbrostin augun
frosið nýtísku hjartað
fallega kona hví græturðu þá?
Snertingu ei færð, né bros
þegar mennirnir festast í steingerðum limum
er ægilegt öskur vörunum á
steinvölurnar einu merkin um hræðslu og vá.
Tárin í augum þínum vekja lotningu
í steingerðu brjósti mínu
ég stari á brjóst þín og herðar
ó fallega kona hví græturðu þá?
Einhvern tíma höggva nútímamennirnir
af þér þitt fallega höfuð
setja það á safn með skotheldu gleri
svo allir geti séð.. ódýrsfegurð.
langdregið öskur og barnagrát
hún ærir alla er um hún hleypur
en er hana sérð þá hljóðnar snöggt.
Áður var hún í miklum metum
nú hreyfast lokkarnir ormum líkir
hellir hennar kaldur og blautur
galið brosið hræðist lýður.
Horfðu, horfðu litli maður
líttu fagra meyju, nakin
ormlíkar hreyfingar, fögur húðin
andlitið sorgmætt eins og dauðinn.
Ég leit hana augum, ég var forvitin mey
falleg, svo falleg, með sorgmæddu augun
ég fann hvernig líkaminn hægt breyttist
nú horfi ég að eilífu á.
Í helli hennar hlátrasköllin
ægileg ópin frá hugsunum manna
þeir segja'ana dauða
þeir segja'ana ljóta.
Ó fegursta vera jörðinni á
augun svo sorgmædd, brostin og fá
horfir hún stöðugt á steinana þá
sem breittust er litu hana augum.
Ó fallega vera ég horfi þig á
gegnum steinbrostin augun
frosið nýtísku hjartað
fallega kona hví græturðu þá?
Snertingu ei færð, né bros
þegar mennirnir festast í steingerðum limum
er ægilegt öskur vörunum á
steinvölurnar einu merkin um hræðslu og vá.
Tárin í augum þínum vekja lotningu
í steingerðu brjósti mínu
ég stari á brjóst þín og herðar
ó fallega kona hví græturðu þá?
Einhvern tíma höggva nútímamennirnir
af þér þitt fallega höfuð
setja það á safn með skotheldu gleri
svo allir geti séð.. ódýrsfegurð.