Medúsa
Ég heyri hljóðin, hlátra skelli
langdregið öskur og barnagrát
hún ærir alla er um hún hleypur
en er hana sérð þá hljóðnar snöggt.

Áður var hún í miklum metum
nú hreyfast lokkarnir ormum líkir
hellir hennar kaldur og blautur
galið brosið hræðist lýður.

Horfðu, horfðu litli maður
líttu fagra meyju, nakin
ormlíkar hreyfingar, fögur húðin
andlitið sorgmætt eins og dauðinn.

Ég leit hana augum, ég var forvitin mey
falleg, svo falleg, með sorgmæddu augun
ég fann hvernig líkaminn hægt breyttist
nú horfi ég að eilífu á.

Í helli hennar hlátrasköllin
ægileg ópin frá hugsunum manna
þeir segja'ana dauða
þeir segja'ana ljóta.

Ó fegursta vera jörðinni á
augun svo sorgmædd, brostin og fá
horfir hún stöðugt á steinana þá
sem breittust er litu hana augum.

Ó fallega vera ég horfi þig á
gegnum steinbrostin augun
frosið nýtísku hjartað
fallega kona hví græturðu þá?

Snertingu ei færð, né bros
þegar mennirnir festast í steingerðum limum
er ægilegt öskur vörunum á
steinvölurnar einu merkin um hræðslu og vá.

Tárin í augum þínum vekja lotningu
í steingerðu brjósti mínu
ég stari á brjóst þín og herðar
ó fallega kona hví græturðu þá?

Einhvern tíma höggva nútímamennirnir
af þér þitt fallega höfuð
setja það á safn með skotheldu gleri
svo allir geti séð.. ódýrsfegurð.


 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar