Timburmenn
Timburmenn berja trommur stórar
æra og velgjast í stórsjó
ég heyri sálu mína hrópa
en óveðrið gleypir orðin
og allt kemur öfugt upp.
Ég heyri í trommum timburmanna
taktfast berja bomm bomm bomm
ég heyri þá ærast og kveljast
og hugurinn neitar að aðhafast
neitar að fara á stjá
þú getur sjálfri þér um kennt
og allt kemur öfugt upp.
Ég finn trumbusláttinn
hjartað hamast í takt
bomm bomm bomm
ég finn hvernig eyrun lamast
líkaminn þurrausinn, orkusnauður
og allt kemur öfugt upp.
æra og velgjast í stórsjó
ég heyri sálu mína hrópa
en óveðrið gleypir orðin
og allt kemur öfugt upp.
Ég heyri í trommum timburmanna
taktfast berja bomm bomm bomm
ég heyri þá ærast og kveljast
og hugurinn neitar að aðhafast
neitar að fara á stjá
þú getur sjálfri þér um kennt
og allt kemur öfugt upp.
Ég finn trumbusláttinn
hjartað hamast í takt
bomm bomm bomm
ég finn hvernig eyrun lamast
líkaminn þurrausinn, orkusnauður
og allt kemur öfugt upp.