Regn í myrkri
Regn í myrkri
þungt það fellur
máninn fallinn
stjörnur sokknar í sand
sólin að eilífu myrkvuð
huginn vísar mér blóðugar myndir
af manneskjum sem sökkva
sökkva í heitt hraunið.
Sýndu mér myndir af sól og sumri
eða maí regni og birkilaufum
lyktin var alltaf svo góð
þessi sterka birkilykt.
Brennisteinslyktin yfirgnæfir allt
festist fyrir vitunum og kæfir
ég heyri ekki angistaróp hinna
ég sé bara að hvíta dúfan
hún situr enn á grein sinni og bíður.
þungt það fellur
máninn fallinn
stjörnur sokknar í sand
sólin að eilífu myrkvuð
huginn vísar mér blóðugar myndir
af manneskjum sem sökkva
sökkva í heitt hraunið.
Sýndu mér myndir af sól og sumri
eða maí regni og birkilaufum
lyktin var alltaf svo góð
þessi sterka birkilykt.
Brennisteinslyktin yfirgnæfir allt
festist fyrir vitunum og kæfir
ég heyri ekki angistaróp hinna
ég sé bara að hvíta dúfan
hún situr enn á grein sinni og bíður.