Á fjöllum
Hellir í skugga
kaldur og blautur
skjól eng'að síður.
Kom þangað halur
hrakinn og kvalinn
af hríðinni laminn.
Hent hafði gaman
að sögum af fjöllum
og hjálegu tröllum.
Fjarri góðu gamni
halur á fjöllum
þreyttur á köllum.
Einn síðla kvölds
af veginum hraktist
í myrkrinu lagðist.
Í hellisskúta köldum
laupar upp lagði
vindurinn þagði.
Fannst löngu seinna
beinin ei falin
draugurinn þaninn.
Hellir í skugga
kaldur og blautur
hann gengur þar aftur.
kaldur og blautur
skjól eng'að síður.
Kom þangað halur
hrakinn og kvalinn
af hríðinni laminn.
Hent hafði gaman
að sögum af fjöllum
og hjálegu tröllum.
Fjarri góðu gamni
halur á fjöllum
þreyttur á köllum.
Einn síðla kvölds
af veginum hraktist
í myrkrinu lagðist.
Í hellisskúta köldum
laupar upp lagði
vindurinn þagði.
Fannst löngu seinna
beinin ei falin
draugurinn þaninn.
Hellir í skugga
kaldur og blautur
hann gengur þar aftur.