Drullupollurinn
Ég leitaði að hinu eilífa ljóði
þessu sem allir lesa og dáðst að
en það var hvergi að finna.
Ég leitaði í hugarfylgsnum mínum
svo djúpt að ég hélt ég myndi drukkna
í eigin hugarfílu,
án árangurs.
Ég leitaði á hafi úti
í djúpum sjávar svo myrkum
að lífið nærist þar varla
en ekkert.
Ég leitaði á engjum úti
í sólarljósi og mánaskini
en allt kom fyrir ekki.
Ég leitaði í fylgsnum annarra sála
í glaðværum börnum að leik
og í myrkum sálum sem sjaldan sjá sólina
en þar fann ég ekkert.
Að lokum þegar ég var hætt að leita
og óð um í rigningu og roki
þá fann ég það djúpt sokkið í drullupoll.
Ég tók það upp og þerraði
setti það í ramma upp á hillu
verst að stafirnir þurrkuðust út í bleitunni.
þessu sem allir lesa og dáðst að
en það var hvergi að finna.
Ég leitaði í hugarfylgsnum mínum
svo djúpt að ég hélt ég myndi drukkna
í eigin hugarfílu,
án árangurs.
Ég leitaði á hafi úti
í djúpum sjávar svo myrkum
að lífið nærist þar varla
en ekkert.
Ég leitaði á engjum úti
í sólarljósi og mánaskini
en allt kom fyrir ekki.
Ég leitaði í fylgsnum annarra sála
í glaðværum börnum að leik
og í myrkum sálum sem sjaldan sjá sólina
en þar fann ég ekkert.
Að lokum þegar ég var hætt að leita
og óð um í rigningu og roki
þá fann ég það djúpt sokkið í drullupoll.
Ég tók það upp og þerraði
setti það í ramma upp á hillu
verst að stafirnir þurrkuðust út í bleitunni.