Drullupollurinn
Ég leitaði að hinu eilífa ljóði
þessu sem allir lesa og dáðst að
en það var hvergi að finna.

Ég leitaði í hugarfylgsnum mínum
svo djúpt að ég hélt ég myndi drukkna
í eigin hugarfílu,
án árangurs.

Ég leitaði á hafi úti
í djúpum sjávar svo myrkum
að lífið nærist þar varla
en ekkert.

Ég leitaði á engjum úti
í sólarljósi og mánaskini
en allt kom fyrir ekki.

Ég leitaði í fylgsnum annarra sála
í glaðværum börnum að leik
og í myrkum sálum sem sjaldan sjá sólina
en þar fann ég ekkert.

Að lokum þegar ég var hætt að leita
og óð um í rigningu og roki
þá fann ég það djúpt sokkið í drullupoll.

Ég tók það upp og þerraði
setti það í ramma upp á hillu
verst að stafirnir þurrkuðust út í bleitunni.  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar