Vonbrigði.
Fegurð fjallanna, óendanleg
birta sólar,
Blámi himins djúpur, tær
Silfur sjávar
glampar, tindrar.
Sálin svífur
um lendur himins,
gleðin stjórnar för.
Heimur hrynur, byltast björg.
Það sem kveikti þrá og gleði,
Hverfur í óendanleika fjarskans.
Ástin fór..
Eftir er myrkur, þögn, tóm.
Lífið verður aldrei samt á ný.
Dauðans drungi
Sorg..
Einmana sál
Reikar stjórnlaus um tómið
Andinn í fjötrum
Fegurð horfin
Augun blind
Söknuður, tregi.
Kannski er gleðin, ástin,
í eilífðinni
handan þessa lífs.
Þá er lífið sjálft
handan þessa lífs
sem ég þekki.
Tilhlökkun, eftirvænting
Get varla beðið þess dags
þegar ástin birtist á ný
í fjarlægri framtíð
hins ókomna.