Skuggi vitundarinnar
Ég hef aldrei öskrað svo hátt í hljóði
ég hef aldrei áður heyrt hjarta mitt hljóðna
ég hef aldrei lifað, aldrei lofað.
Öskur í djúpi
djúpt inn í skugga
skugga sálar
sem sefur.
Raddir í myrkri
myrkrið svo hlýtt
svo mjúkt
eins og vitund mín.
Svo hljóðnar allt
og ég rek út öskrin,
hljóðin og raddirnar
svo að vitundin fái frið
til að lifa.
ég hef aldrei áður heyrt hjarta mitt hljóðna
ég hef aldrei lifað, aldrei lofað.
Öskur í djúpi
djúpt inn í skugga
skugga sálar
sem sefur.
Raddir í myrkri
myrkrið svo hlýtt
svo mjúkt
eins og vitund mín.
Svo hljóðnar allt
og ég rek út öskrin,
hljóðin og raddirnar
svo að vitundin fái frið
til að lifa.