Stelpa í stríði
Opna augun, uppá gátt
svo björt og góð
ég vil finna heimsins sátt
á stríðinu orðin móð.
Trítla yfir götuna
ég er að fara fyrir mömmu
að sækja vatn í fötuna
vatn fyrir hana ömmu.
Vatnið lekur hægt
kannski það sé búið
afhverju getur stríðinu ekki lægt
eða við, einhvert burtu flúið?
Vatnið komið, fatan þung
sprengjan springur, ég dett niður,
og ég sem var svo ung
Afhverju gat ekki verið friður?
svo björt og góð
ég vil finna heimsins sátt
á stríðinu orðin móð.
Trítla yfir götuna
ég er að fara fyrir mömmu
að sækja vatn í fötuna
vatn fyrir hana ömmu.
Vatnið lekur hægt
kannski það sé búið
afhverju getur stríðinu ekki lægt
eða við, einhvert burtu flúið?
Vatnið komið, fatan þung
sprengjan springur, ég dett niður,
og ég sem var svo ung
Afhverju gat ekki verið friður?