Tröppugangur
Ég er með ákveðna mynd í höfðinu, hún er af hvítum löngum stiga.
Þetta er stígi sem ég hef verið að ganga síðan ég fæddist.
Fyrir framan mig er móða svo ég sé ekki hvað mun verða á morgun.
Ef ég lít aftur þá fer ég að minnast liðinna atburða.
Því lengra sem ég lít því fjarlægri verður minningin.
Ég hef verið að ganga lengi og nú hlýt ég að vera kominn.
Lærdómnum að ljúka og ég að verða fullvaxta maður.
Sem ungur drengur sá ég ekki hvert stefndi, óð inn í móðuna af hugrekki þó skorti mig fulla sjón.
Sem ungur maður þóttist ég margt vita en með árunum lærist manni meira að skylja.
Áfram held ég inn í móðuna þó hugrekkið hafi dvínað hefur vitið vaxið og leiðin ljós.
Á efri árunum fara skrefin að stígast hægar er óvissan stingur mann í bakið. Af göngunni móður og því er mér spurn, hvar er síðasta trappan?
Þetta er stígi sem ég hef verið að ganga síðan ég fæddist.
Fyrir framan mig er móða svo ég sé ekki hvað mun verða á morgun.
Ef ég lít aftur þá fer ég að minnast liðinna atburða.
Því lengra sem ég lít því fjarlægri verður minningin.
Ég hef verið að ganga lengi og nú hlýt ég að vera kominn.
Lærdómnum að ljúka og ég að verða fullvaxta maður.
Sem ungur drengur sá ég ekki hvert stefndi, óð inn í móðuna af hugrekki þó skorti mig fulla sjón.
Sem ungur maður þóttist ég margt vita en með árunum lærist manni meira að skylja.
Áfram held ég inn í móðuna þó hugrekkið hafi dvínað hefur vitið vaxið og leiðin ljós.
Á efri árunum fara skrefin að stígast hægar er óvissan stingur mann í bakið. Af göngunni móður og því er mér spurn, hvar er síðasta trappan?