Angist
Hljóðnaðu haf svo ég heyri
öskrin úr iðrum jarðar
þau kæfast kveinin og köllin
í róandi hljómlist frá þér.

Farðu til fjandans frelsi
sem tætti mig upp og tærði
finndu þér fórnir að handan
því hugur minn ekkert fer.

Jörðin skelfur og nötrar
djúp mín kalla á þig
ég heyri ekki í vindinum lengur
heyri ekki hrópið frá þér.

Þú hlustar svo sjaldan á hjalið
skilur varla mitt mál
verndar einungis barnið
sem bærist í minni sál.

Vandaðu kveðjuna vinur
veðjandi byð ég nú þig
orð sem er hvíslað í vindinn
hljóðnar í alsherjarbyl.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar