

Níðhöggur liggur í iðrum mér
á meðan hærugráir djöflar í jakkafötum
með rauð bindi og horn í stíl
ráfa glæfralega um sali sálar minnar.
Ormurinn bærir varla á sér
heldur kyrru fyrir og bíður færis.
Þegar myrkrið skellur á
eins og öfundsjúkur elskhugi í hefndarleit
heggur hann til
og bítur mig í hjartað.
Og tær blá tárin vella niður vangana
þangað til ég finn aftur fyrir faðmlagi þínu
þá leggst ormurinn fyrir að nýju.
Hann liggur kyrr og bærir ekki á sér,
og á meðan hann er kyrr
svelta djöflarnir.
á meðan hærugráir djöflar í jakkafötum
með rauð bindi og horn í stíl
ráfa glæfralega um sali sálar minnar.
Ormurinn bærir varla á sér
heldur kyrru fyrir og bíður færis.
Þegar myrkrið skellur á
eins og öfundsjúkur elskhugi í hefndarleit
heggur hann til
og bítur mig í hjartað.
Og tær blá tárin vella niður vangana
þangað til ég finn aftur fyrir faðmlagi þínu
þá leggst ormurinn fyrir að nýju.
Hann liggur kyrr og bærir ekki á sér,
og á meðan hann er kyrr
svelta djöflarnir.