Fall af framabraut
Uppá undinn afþrengdur
tuskulegur & tómlegur
Velja þarf úr valmengi
velförnuð eða volæði?

Andlaus sagður sakfelldur
ráðleysi & dugleysi
hrista höfuð ættmenni
afneitun eða samþykki?

Gerla vel skal gjöra
vandfýsni & kostgæfni
stefnan rökk af tvísýnu
skyldurækni eða hamingju?

Ungur maður eldmóður
spengilegur & stórmæltur
Verandi þess vel megnugur
ungur eða aldraður?

Víst að sækir alveröld
Stórsstirni & smágrýti
Framtíðin kemur að endingu
fullkomin eða vonbrigði?
 
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...
Eilítið um eigið líf... Væntanlega óskiljanlegt fyrir marga er ekki þekkja til...


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans