Hafnarfjörður

Heill þér,gamli Hafnarfjörður,
hlýi,góði mannlífsvörður.
Æði vel af guði gjörður,
góðra vætta höfuðból.
Stendur byggð á styrkum grunni,
storka hrauns í fyllingunni.
Allra vinda og veðra skjól.

Megi börn þín bera hróður,
bæta og styrkja allan gróður.
Öll þín sæmd er okkar sjóður,
öll þín hneisa okkar smán.
Megi allt þitt mannlíf gróa,
menntun geri hugsun frjóa.
Best þér veitist barnalán.

Því skal þor og þrek til dáða
þinni sögu ávallt ráða,
svo að forlög fái skráða
framtíð þína á gullin spjöld.
Ef að hönd í hönd vil taka,
heilladísir munu vaka,
Hafnarfjörður,ár og öld.

 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður