Þorri

Þá er hann kominn
með grýlukerti í skeggi
og hríðarbagga á herðum.

Þungstígur gengur hann
um garð, hvassyrtur.

Glaðbeittir stika
Frosti og Snær
í fótspor.

Draga helslóða yfir auðnutefta menn
á ögurstundum.

Þolgóð bjóðum við hann
velkominn
með átveislum
til árs og friðar.
Ásjón.  
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður