Fegursta fjallið.
.

Fremst á nesi fornu rís
fannakóngur ægibjartur.
Reistur var af eldi og ís,
eygló roðinn, frosti hertur.
Bárðarhof, hvar heldur vörð
heillavættur fyrri tíða.
Gnæfir yfir fold og fjörð.
fjallið glæst, í augsýn lýða.

Snæfalsjökull, frægð þín fer
fleyg til jarðar ystu stranda.
hljóðum vængjum hana ber
hugans sjónir stórra anda.
Finna glöggt og fránir sjá
frá þér orkustrauma geisla.
Forvitrir þeim furðum spá,
framtíð muni afl þitt beisla.

Um þig hafa sögur sagt
sagnaskáld með frægðarljóma.
Til þín margur leiðir lagt
langa vegu og fellt þá dóma
að þú værir, fjallið frítt,
fremst af þeim er augu sáu.
Fagurmótað, flestu prýtt,
fannhvítt móti heiði bláu.

Ásjón.  
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður