Vorþrá


Þegar vorsins ljóðaleikur
lætur óma þíða strengi,
þegar frjómagn fyrstu grasa
fer að lita tún og engi,
er sem þúsund klukkur kalli:
komdu vinur útí bláinn,
leggðu frá þér vanaverkin;
veturinn er löngu dáinn.

Framundan er sól og sumar
sjáðu, lífið herðir tökin,
enn á vori landið ljómar,
lítum hátt og réttum bökin.
Gleymum stormi,kulda og klaka,
komum vinir útí bláinn.
leiðir okkur langa vegu
ljósið bjart og ferðaþráin.
 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður