Vorhret.

Nú brennur kvíði í brjósti
þó brosti sól að morgni
og gróandinn gekk um tún.
Ég sá yfir Svörtufjöllum
svifhraðan skíaflota
feykast fram af brún.

Bakvið blámóðu vorsins
bylti hálofta skýjum
kólguröst komandi dags.
Er sem ólmur hlaupi
ákaflega brúna
Sleipnir með flaksandi fax.

Enn ríkir vetur á vori,
vindbólginn neitar að hörfa,
grána því gömul fjöll.
Læðast úr leyndum kima,
ljósfælin bakvið tjöldin,
kuldans brigðatröll.

Þó stormveður steypist af fjöllum
og strjúki burt ilm á vori,
vakir von og þrá.
Upp mun aftur rísa
algróin jörð og gefa
blómangan barmi frá.

 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður