Ljóðvana kyrrð.

Við ljóðvana kyrrð
í láreistu húsi
bjó andi minn
Og andi minn flaug
uns hann lenti að lokum
við launstíg sinn.

Með brothættan reyr
hinna staðlausu stafa
studdist ég þá,
því andi minn átti sér
ókleif takmörk
en eilífa þrá.
 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður