Í þúsund ár.

Boðskap drottins víst sér völdu,
virtu í öllu þjóðar hag,
vopnin bitur fljótt þeir földu,
friðinn héldu þennan dag.
Þorgeir goði kaus þar krossinn,
kynnti lögin snjöllum róm,
sínum goðum fleygði í fossinn,
fól í elfu heiðindóm.

Kirkja Drottins, þú sem þekkir
þúsund ára gönguferð,
þöglir muna þínir bekkir
þjóð sem deildi smáum verð.
Löngum þó að mistök manna
marki spor á hreinan skjöld,
blessun veitti sífellt sanna,
sárin græddi á hverri öld.

Kirkja drottins, ár og aldir
örugg reis sem bjarg á jörð,
orðið heilagt ótrauð valdir
alltaf þinni breysku hjörð.
Friðarboðskap Krists þú kenndir,
kveiktir trú í hjarta manns,
ávallt fyrr og enn þú bendir
öllum leið til frelsarans.

Kirkja drottins, hrelldum, hrjáðum,
huggun ert í hverri raun,
og af kærleik öllum smáðum
ávalt boðar sigurlaun.
Vertu stöðugt ár og aldir,
athvarf þess sem veikur fer
svo þú sterk og staðföst haldir
stöðu guðs á jörðu hér.
 
Ásjón
1925 - ...
Ljóðið fékk 1. verðlaun í ljóðasakeppni á krisnihátíð
árið 2000.


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður