Skírn.


Til skírnar barn er borið
í blessun, von og trú,
þess líf í herrans hendur
við höfum falið nú.
Við biðjum guð að gefa
því gæfu, styrk og þrá
til þess að efla og auðga
allt sem bæta má.

Hér saklaust barn við sjáum
á sinni þroskabraut,
en vandamálaveröld
í vöggugjöf það hlaut.
Við berum á því ábyrgð
það öðlist þrek og mátt,
svo ávalt staðfast standi
og stefni í rétta átt.

Við skírn þess skulum heita
að skila betri arf,
og vondum öflum verjast,
því veröld bæta þarf.
Þess framtíð er þar fólgin
og farsæld hverja tíð
að allt hið góða grói,
en glatist vá og stríð.

Ásjón.
 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður