Reykjarlundur.


Hvar finnur þú ljúfari líknarstað
sem léttir þeim hrjáðu byrðar?
Menn tapa oft þrótti við tæpasta vað,
þá taka við öryrkjahirðar.
Þeir bágstöddum sinna með bros á vör
og berjast við sérhvern vanda,
græða flest mein, þó oft sjáist ör
sem örlögin þjáðum valda.

Þar ljúfmennskan hefur sitt höfuðból
og hjálpsemin aldrei brestur.
Af bjartsýni og vilja er borinn í skjól
hver brothættur örlagagestur.
Þakklæti og lof á sá hógværi her,
af hetjulund vinnur þar störfin.
Til baráttu ávallt hann búinn er
hvar brýnust og mest er þörfin.

Oft gleymast hin lágværu líknarstörf
í leiftursókn auðs og valda.
Að meta til fjár hvar mest er þörf
mælir síst auðhyggjan kalda.
Frumherjar djarfir mátu hér mest
manndómsþor vekja af blundi.
Stórhuga þjóð mun styðja best
við starfið á Reykjarlundi.

Ásjón.  
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður