Óminni.
Í hringiðu tímans
með hráslaga dauðans
við hnakka
og andvaraleysi æsku
í fölnuðu grasi,
berst hann á bleikum fák
með brjóst við makka,
bros á vör
og heldur á óminnis glasi.

Stormfölar bylgjur
steypast að ystu skerjum,
straumlúnar elfur hníga
að fremstu ósum.
Hvetur hann fák
því kulið leitar á hnakka.
Kleyfar andvaraleysi
úr óminnis glasi.
Ásjón.  
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður