Vegurinn og ég.


Ég gekk útá veginn
og gleðin brann mér í hjarta
því góðir vinir leiddu mig
útí vorið
Maínóttin andaði ilmi
frá ungum gróðri,
ástin og lífið virtist endurborið.

Í gáleysi vorsins
gekk ég hratt um veginn
og gleymdi að sjá mínum
ráðvilltu fótum forsjá.
Á örskotsstundu
var ég af veginum sleginn
og vegurinn drakk mitt blóð
með opnum munni.
Ásjón.
 
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður