Mánasigð.

Nú heggur mánasigð í skýjaskjöld
sem skugga ber á lönd og höf.
Sær við ystu boða ber upp tjöld,
hin björtu ránartröf.
Stormanótt þá strengi óttans slær
svo stynur allt sem lifir,veikt og smátt.
Í gegnum rofið starir stjarna skær
á sturluð jarðar börn sem skilja fátt..

En fyrir ofan sortans skýja skjöld
skín þrotlaus stjörnu merð.
Um óra víddir alheims, þúsund föld
orka þreytir ferð.
Enginn máttur ólma beislað kann
og enginn stjórnað fær.
á augnabliki upp þar hnöttur brann
og annar reis í gær.  
Ásjón
1925 - ...


Ljóð eftir Ásjón

Börn
Mánablinda.
Þorri
Óminni.
Vetrarkvíði.
Í þúsund ár.
Blóðrautt sólarlag.
Vonargeisli.
Á Vogi.
Ljóðvana kyrrð.
Mánasigð.
Fegursta fjallið.
Vor í skóla.
Von í snjóhúsi.
Síðasti leikurinn.
Vorþrá
Vorhret.
Nú Hnígur sól.
Kosningaskjálfti.
Skírn.
Leit.
Lífið í hjartanu.
Niðursoðnir draumar.
Hausthveðja.
Vegurinn og ég.
Akureyri
Reykjarlundur.
Hafnarfjörður