Græn augu
Döpur græn augu horfa
Á andlit sem eru tóm
Gleðin úr þeim er horfin
og eftir situr sorgin ein.
Döpur græn augu líta
Sjálf sig í spegli
Og sjá að þau hafa átt betri daga
En þau vita að enn eru þau ung
Döpur græn augu stara á kaldan vegginn
Eigandi þeirra hefur verið lokaður inni
Fyrir afbrot sín gegn sjálfum sér
Og þau sjá ekki í gegnum vegginn né sumarið fagra er úti er
Döpur græn augu nú fella tár
Vegna þess að æskan er liðinn
Og lítt fengu þau hennar að njóta
Enginn er til að þerra tárin
Döpur græn augu nú loka augnlokum sínum
Aftur og vilja helst ekki líta framan í nýjan dag
Vegna þess að lífið hafði engin fyrirheit
Sem þess viði var að horfa á.
En augun líta nú nýjan dag
Og sjá að smíða má himin og haf
Veggurinn er farinn og sumarið
Sýnilegt í gegnum gluggann
Á andlit sem eru tóm
Gleðin úr þeim er horfin
og eftir situr sorgin ein.
Döpur græn augu líta
Sjálf sig í spegli
Og sjá að þau hafa átt betri daga
En þau vita að enn eru þau ung
Döpur græn augu stara á kaldan vegginn
Eigandi þeirra hefur verið lokaður inni
Fyrir afbrot sín gegn sjálfum sér
Og þau sjá ekki í gegnum vegginn né sumarið fagra er úti er
Döpur græn augu nú fella tár
Vegna þess að æskan er liðinn
Og lítt fengu þau hennar að njóta
Enginn er til að þerra tárin
Döpur græn augu nú loka augnlokum sínum
Aftur og vilja helst ekki líta framan í nýjan dag
Vegna þess að lífið hafði engin fyrirheit
Sem þess viði var að horfa á.
En augun líta nú nýjan dag
Og sjá að smíða má himin og haf
Veggurinn er farinn og sumarið
Sýnilegt í gegnum gluggann
Tileinkað Hrannari Leósyni heitnum.