Er það svo?
Er það svo
Að allir svíkja
Í bakið stinga
eitruðum rýting
Er veldur sári
Sem ekki er séð
Með augum berum?
Og er það virkilega svo
að flestir eru að leika
Einhvern annan en þeir eru
Einungis til að þóknast öðrum
Sem einnig eru að leika
sín misheppnuðu hlutverk
Og þá til þess að þóknast
einhverjum enn öðrum?
Eru allir á höttunum eftir
Því að verða miklir og viðkenndir?
Hrós og viðurkenning
Frá hræsnara, lygara
Er í mínum augum ekki mikils metið.
En viðurkenning frá góðri samvisku og heiðarleik
Gefur sál minni líf.
En því miður er ég með
hras gjarnar fætur og
leikararnir í mínu lífi eru
Flestir búnir að glata
Sínu upphafi, trausti.
Og þá einnig sjálfum sér.  
Örn Úlriksson
1976 - ...
Samið við upphaf úttektar við lok árs 1998.
Kvæði hafnað, þó svo að það sé fullt meiningu og margt um betra en það sem vellur uppúr sumum er virðast algerlega skorta virka heilastarfsemi. Verð ég að vera yður ósamála um að þetta sé orða súpa án meiningar eða tilgangs. Vegna þess að þetta er ákveðin innsýn inn í veröldina sem, má vera, sé hulinn þeim er lifa á þeim silki dúk sem breytt er yfir skít mannlífsins. Ég er aðeins að segja að það er skítur undir dúknum. Sjáðu fyrir þér mann koma í gegnum stofugólfið heima hjá þér og hann segir: Herru man, það er allt upp full af skít hér undir. villtu ekki taka þig á og hjálpa mér að stinga óþverranum út í stað þess að sitja á honum og bíða eftir að hann vaxi þér yfir höfuð! Og þess má geta að verkið birtist í morgunblaðinu 1999-2000. Og svo heyrði ég af því að það hafði verið lesið upp í útvarpi.


Ljóð eftir Örn Úlriksson

Haust.
Haugskonungur.
Hið eilífa upphaf.
Sumarið '93
Einn morgunn
Dans.
Úti við sjó
CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.
Þögnin er gullin
Galdramenn
Vitund.
Og hverju býttar það?
Amfetamín
Ný skrifbók.
Samfélagið (allaveganna er þetta partur af því)
Heimsins besta Ljóð.
Hringekja Síbrotamannsins
Leitin að lífinu
Á bakvið saklaus augu
Fallega veröld.
Sálmur 1tt.
Ótuktin
in inferno...í helvíti.
Við hlíðar Akrafjalls
JÓNAS (ekki með höfuðstaf né stuðlum)
Kavíar og Kampavín.
Reminder of my faith.
Hann, maðurinn.
Græn augu
án titils
Er það svo?
Augun
Hann er að norðan sagði sjómaðurinn skrækróma.
Spegilmynd.
Gull kúla.
Við Guðs Altari
Auðvald.
Riddari.
Jóla Ljóð.
Angur (Fyrsta útgáfa)
Píslavottur
Rósarbeð Skaparans
Kristur.
Í mínu höfði.
Eftir kaffi á Súfustanum.
Amfetamín (Afbrygði)
Hrafnaþingin.
Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Hálfvitar heimsins, takk fyrir mig.
Raunveran.
Vond er veraldarslóð
ÞJÓFA KVÆÐI
ER ÉG GULL EÐA BRONS
EINN.
ÞÆR ÞUNGU BYRÐAR
THULE