Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Karmur grænn
Rúða, herumbil hrein,
Þó í hornum hennar skítur
er árin hafa safnað saman.
Handan gluggans er möl sem
er flöt að varnargarði, stórgrýttum.
Hafið sleikir garðinn og það skilur sitt salta vatn eftir á honum og
það er sem silfur þynnur fljóti á vegna þess að sólin skín
Þvílíkt glit, þvílík stemmning.
Fjöllin grimm gnæfa yfir það
allt í hring en dempast hefðarlega niður í dali
Svo að þau gangi ekki alveg framaf manni.
En eitt þeirra er klofið og reyndar
minnir það mig á það.
Þangað ætla ég að fara í sumar og skríða í gegn
Upp á topp og þar ætla ég að sleikja roða upphimins
ekki mikið, en samt nóg til að láta tilveruna bólgna út í það óþekkta
og ég ætla líka að skrúfa peruna úr henni svo að nóttin geti skollið á.
En nú, allt er kyrrt og fuglar fljúga eins og smákóngar sem-
virðast ríkja yfir himnunum
hér neðarlega í henni (tilverunni).
Sú sýn svo fögur, ekkert fær henni hróflað…
Nema þá hvellur úr byssu veiðimanns sem rífur hjúp hennar.
Og þá er dauðinn í henni
og sú stemming sem honum fylgir ráðandi.
En hér sit ég í stól áhorfandi, þetta var ekki minn fugl
svo ég sný mér í hring og það hlakkar í mér því að það
er að koma sumar á Vestfjörðum.
 
Örn Úlriksson
1976 - ...
Samið á Flateyri vorið 2001.


Ljóð eftir Örn Úlriksson

Haust.
Haugskonungur.
Hið eilífa upphaf.
Sumarið '93
Einn morgunn
Dans.
Úti við sjó
CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.
Þögnin er gullin
Galdramenn
Vitund.
Og hverju býttar það?
Amfetamín
Ný skrifbók.
Samfélagið (allaveganna er þetta partur af því)
Heimsins besta Ljóð.
Hringekja Síbrotamannsins
Leitin að lífinu
Á bakvið saklaus augu
Fallega veröld.
Sálmur 1tt.
Ótuktin
in inferno...í helvíti.
Við hlíðar Akrafjalls
JÓNAS (ekki með höfuðstaf né stuðlum)
Kavíar og Kampavín.
Reminder of my faith.
Hann, maðurinn.
Græn augu
án titils
Er það svo?
Augun
Hann er að norðan sagði sjómaðurinn skrækróma.
Spegilmynd.
Gull kúla.
Við Guðs Altari
Auðvald.
Riddari.
Jóla Ljóð.
Angur (Fyrsta útgáfa)
Píslavottur
Rósarbeð Skaparans
Kristur.
Í mínu höfði.
Eftir kaffi á Súfustanum.
Amfetamín (Afbrygði)
Hrafnaþingin.
Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Hálfvitar heimsins, takk fyrir mig.
Raunveran.
Vond er veraldarslóð
ÞJÓFA KVÆÐI
ER ÉG GULL EÐA BRONS
EINN.
ÞÆR ÞUNGU BYRÐAR
THULE