Og hverju býttar það?
Ég nota hvorki höfuðstaf né stuðla.
Og hverju býttar það?
Ég nenni hreinlega ekki að læra bragfræðina.
En ég er samt micro skáld.
Og mér líkar mín fáu ljóð, á góðum degi.
Sem er gott á meðan er.

Sit og læt mig dreyma um hið fullkomna.
kvarta ekki í Guð og ásaka ekki Djöfulinn, sem
birst hefur í hundslíki með veðmál og samning í farteskinu
tilbúinn til þjónustu oftar en einusinni, um ekki neitt sem aflaga er.

Ég les ljóð eftir Sigfús Daðason sem mér líkar ágætlega.
Hann er greinilega vel gefinn, menntaður maður sem lesið hefur gríska goðafræði.
Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur menntaða hælana í ný pússuðum skónum.

Hverju býttar það svosem?
Hvaða máli skiptir að ég komi ekki
mínum ljóðum á framfæri
vegna þokkalegrar stafsetningar
Hverjum er ekki sama ?
Ég er bara orðsnápur sem ræðir við sjálfan mig um heimsins gögn og nauðsynjar?

Ég er öngur ritsnillingur.
Ég er engvin, ég er minna en ekki neitt.
Það eina sem ég get með nokkuð góðu móti er að lesa. Og hvaða fífl getur ekki lesið sig til upp á eigin spítur?
En þá hlít ég einnig að vera fífl þar sem ég skil ekki einu sinni allt.
Svo sem latínu rumurnar í Íslandsklukkunni,
(hef ekki fengið færi á að læra latínu)
kaflann í Atómstöðinni, goðafræðina í Fást, og þá vegna þess að ég hef ekki lesið gríska goðafræði.
En brjálæði Strindbergs skil ég vel.
Því sjálfur er ég brjálaður og mér
finnst Þórbergur kjáni.

Já, ég geng heill en haltur um veraldarinnar skóg.
En hann er brunninn, höggvinn niður.
Ekki af illra manna höndum.
Nei, heldur kveikti ég eldinn sjálfur og var með mína eigin öxi.
Einn í nóttinni og skreið í felur á daginn með brunasár...

Allt svo var mér talin trú um það.
Og svo sá ég að öfundsýkin og græðgin sem voru þau óhæfu öfl sem hjuggu niður mín tré og kveiktu elda mína svo ég yrði hvergi hultur.

Hverju skiptir það?
Hverjum er ekki sama?
Ekki kvarta Ég í Guð og ásaka ekki Skrattann um neitt sem aflaga er.
 
Örn Úlriksson
1976 - ...
Ég hef lesið fást og þaðan eru sumar hugsanir hér að ofan fengnar.


Ljóð eftir Örn Úlriksson

Haust.
Haugskonungur.
Hið eilífa upphaf.
Sumarið '93
Einn morgunn
Dans.
Úti við sjó
CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.
Þögnin er gullin
Galdramenn
Vitund.
Og hverju býttar það?
Amfetamín
Ný skrifbók.
Samfélagið (allaveganna er þetta partur af því)
Heimsins besta Ljóð.
Hringekja Síbrotamannsins
Leitin að lífinu
Á bakvið saklaus augu
Fallega veröld.
Sálmur 1tt.
Ótuktin
in inferno...í helvíti.
Við hlíðar Akrafjalls
JÓNAS (ekki með höfuðstaf né stuðlum)
Kavíar og Kampavín.
Reminder of my faith.
Hann, maðurinn.
Græn augu
án titils
Er það svo?
Augun
Hann er að norðan sagði sjómaðurinn skrækróma.
Spegilmynd.
Gull kúla.
Við Guðs Altari
Auðvald.
Riddari.
Jóla Ljóð.
Angur (Fyrsta útgáfa)
Píslavottur
Rósarbeð Skaparans
Kristur.
Í mínu höfði.
Eftir kaffi á Súfustanum.
Amfetamín (Afbrygði)
Hrafnaþingin.
Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Hálfvitar heimsins, takk fyrir mig.
Raunveran.
Vond er veraldarslóð
ÞJÓFA KVÆÐI
ER ÉG GULL EÐA BRONS
EINN.
ÞÆR ÞUNGU BYRÐAR
THULE