Sálmur 1tt.
Ég settist niður til þess að skrifa sálm og ég skrifaði þetta:
Ástin mín ég vildi að við værum saman tvö hér undir sólinni.
Þessari björtu sól sem virðist skína okkar vegna og skapað sumarið,
sem virðist aðeins til komið til að gleðja okkur.
Ég vildi að við værum tvö.
Já, bara þú og ég.
Og veröldin væri okkar leikfang.
Svona lagað þoli ég stundum ekki, vegna þess að þetta er ekki harður sannleikurinn lífið tekur alltaf við.
Og það að mér finnst alltof margir vera spilltir og tækifæris sinnaðir.
Og svo er sannleikurinn einnig sá að morð eru framin, stúlkum er nauðgað. Það er farið illa með fanga ekki bara í Abú karep í Írak heldur einnig hér á íslandi og engvin hefur áhuga á því ekki einu sinni Amesty Internatonal því þetta eru ekki fín mál, þetta eru nú einu sinni afbrota menn og fátækir aumingjar sem hafa engvin áhrif í samfélaginu.
Rómantíkin er draumur, í raun flótti frá veruleikanum, augnar bliks blossi, en hann er (veruleikinn margfrægi) einnig t.d sá að sambönd karls og konu vara ekki.
Og þá vegna þess að einstaklingunum finnst þeir verða vera einhvers staðar annars staðar en þeir eru. Það eru svo margir alltaf að missa af einhverju „merkilegu“. Svo þeir finna ekki frið í örmum hvors annars. Vegir veraldarinnar eru svo sannarlega vondir.
Og Parið leitar út fyrir sambandið.
Ríkjandi tilvera er því ekki næg.

Fólk þarf alltaf að leita út fyrir það sem það hefur.
Nema það eigi skít nóg af peningum og það eiga fæstir.
Allt svo álikta ég svo því ég á engva en ég á þó krónu á himnum, eins og eitt skáldið sagði. Og því eru flestir eins og asnar á eftir gullrót kapítalismans í efnis heiminum.
Og það (þetta annað fólk, þetta umhugsunarverða fólk) þarf alltaf að gera sér einhverjar grillur um það hvernig náunginn hefur það.
Hann Kalíasi gæti haft það betur en ég vegna þess að hann á eitthvað meir en ég, en margt fólk hugleiðir aldrei að náunginn hann kynni að vita kannski eitthvað meira, og svo hann Simíasi hann er rauðhærður og hann á Jeppa en fer aldrei á fjöll og er ekki í björgunarsveit svo allir rauðhærðir eru leiðinlegir og frekir eins og hann og keyra um á jeppa og eru ekki í Björgunarsveitum.
Í Guðsbænum hættið að alhæfa um eitthvað annað en að Guð sé til eða dauður og um skaðsemi reykinga.
Hættið að hugsa um annað fólk, sjáið bara hvað þið hafið fengið mig til að gera!
Ég er að hugsa um ykkur, og vá mér þykir flest ykkar leiðinleg, en alsekki öll!
Hvernig er hægt að ætlast til þess að sálar líf fólks sé á bjargi byggt
er áreiti og kapphlaup nútímans er eins og það er.
Við erum eins og forfeður okkar steinaldarmennirnir í hegðun nema við ökum um á vél knúnum ökutækjum og búum í sements kumbaldar kössum og notum hugvélar til skrifta en ekki bein og jurtablek.
Við verðum að hægja á okkur og þroska okkur andlega..
Eða er ekki svo lesandi góður.
Ætlar þú kannské að segja mér að allt sé eins og þú vilt að það sé hjá þér?
Ætlar þú að segja mér að þú látir þér nægja það sem þú hefur og að þú girnist ekki eitthvað annað og „betra“.
Ég minni á að það er annað að óska sér einhvers betra en að girnast það.
Ætlar þú að segja mér að þú sért það góð/góður?
Ég á mínar stundir þó þeim fari fækkandi og sáttin sé að yfirtaka tilvistina en ég vil ekki staðna það finnst mér ekki sama og að vera sáttur.

Kyrrlát kvöld
og tungls ljósið glitrar á tjarnarfletinum
ungt par labbar heim á leið
og það helst í hendur.
í huga stráksins eru spoler kítti á níu Impresuna sem hann fékk á bílaláni og á því ekkert í.
og í huga stúlkunnar er hugsun um hvort hann verð henni nægjanlega góður.
Á hann eftir að græða peninga.
Getur hann orðið betri í rúminu.
Svarið er að öllum líkindum Nei ef spurt er um hamingju!
Þetta á eflaust eftir að enda í skilnaði ef þau á annað borð giftast.
Því þau eru alltof veraldleg í hugsun.
Fólk í dag eru vitleysingar, allt svo mikið af því, en það var reyndar fólkið í gær líka, það veit ég því ég hef ekki alltaf verið einfrumungur. Ég á mína foreldra.
Það vantar alla skynsemi í nútímann og fortíðin var basl.

Kannski er þetta bara Ísland?
Kannski er þetta bara vegna þess að við höfum haft sjúka þjóðarsál svo lengi.
Áður fyrri var hark og harðindi, skortur og dauði.
En svo kom stríð og þá komu peningar og sveltandi bænda lýðurinn tók að streyma í kaupstaðinn. Og þáði karmellur og tyggigúmmí.
Já, hér áður fyrr var engin sæla að vera á Íslandi.
Fyrir utan þann tíma þegar við skrifuðum allar bækurnar og hér var höfðingjaveldi og svo þegar við fengum karmellur og tyggigúmmí er bretar og-
svo Kanarnir mættu svo við mættum sigla landinu sjálf í strand.
Þannig að ég er bara röflandi vitleysingur, sem í raun hefur það allt of gott og auðvitað er ég ekki sáttur við tilveruna og mannlífið í hringum mig.
Já skorturinn og dauðinn var ríkjandi á Íslandi um aldir.
Og enn er skorturinn að segja til sín.
En eru hörmungar að finna í mannlífinu.
Mæðrastyrksnefnd og Ríkisstjórinn
(skortur á auðmýkt) segir sitt.
Já, Íslendingar verða alltaf samir við sig.

En er þetta Ljóð?
Því get ég ekki svarað, vegna þess að því hefur víst verið stolið og engin veit hvar það er niður komið. Nema síðast sást það í blokkinni og maðurinn í speglinum var eins og fréttamaðurinn á skerminum(1). Það hefur ekki sést síðan og hvernig á ég að geta samið eitthvað sem ég veit ekki hvar er?

Mikil ósköp, Hjálp!

Já.

Ég hef mist þráðinn.
Já, ég er komin út fyrir efnið.
Ég var að tala um ísland.
Var það ekki annars?
Um útkjálkann Ísland sem er einhverstaðar á Atlandshafi og mig minnir á hjara veraldar er ekki með lengdar og breiddar gráðuna í höfðinu og mótmæli mín við ríkjandi háttum er að leita ekki eftir þeim upplýsingum.
Landinu sem var líkt við flugmóðuskip og á því höfum við byggt tilveru okkar.
Kanakarmellum og tyggigúmmíi.
Í áratugi höfum við verið á spena litla frænda í vestri. B.N.A. Hvað svosem sú samstöfum stendur fyrir, en ég ætla bara að leifa mér að vera eins vitlaus og margir aðrir og segja eitthvað sem ég veit ekki almennilega hvað þíðir.
Við sendum hann í raun þangað, litla frænda, Amikanan, og svo einhverjum hundruð árum seinna fylgdu ómagarnir okkar á eftir þegar við ætluðum að hreinsa landið af aumingjum.

Eða voru það ekki annars við sem fundum Amríku og að Marko Poló endur upptvötaði hana okkar vegna, þá vegna sögusagna um Landið Góða í vestri, leifið mér að vera Íslendingur og halda heiðrinum í friði. Og af hverju gefum við þeim þá ekki bara harðfisk og slátur í skiptum fyrir Tyggigúmmíið og karmellurnar?

En í dag eru að koma nýir tímar og heimurinn að mestu rannsakaður, enga Amríku að finna. Nítt skeið fer að renna í hlað.
Evrópa er að renna saman í eitt og sumir heyra ofheyrnir.
Þeir telja sig heyra góða vænlega stóla kalla.
Og mögulega hlíðum við kallinu! Að hugsa sér!
Af því að einhverjir vitleysingar sem eru ekki í tengslum við-
Raunveruleikan, telja það jafnvel okkur í hag að vera hluti Evrópusambandsins!
Þeir eru jafnvél það barnalegir að halda að Ísland verði í hringiðju alls, eða svo hefur mér heyrst. Þeir ætla kannski stinga upp í sig vindli og setja á sig hatt og sigla því til hafnar í Þízkalandi. Eftir að búið er að sprengja það laust, það er nú svo vinsælt að sprengja allt í dag. En af hverju þá ekki bara að sigla til Amríku og vera þar í hringiðju alls? Þið vitið að hringiðjur eru hættulegar vegna þess að þær soga allt niður líkt og þegar þú tekur tappan úr fullum baðherbergis vaxnum heima hjá þér.
En ég tel að okkur kunni jafnvel að bíða en meiri skortur-
ef við rennum saman við stórfljótið, Evrópusambandið, og afhendum mönnum í Brussel ( Höfuðborg Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópusambandsins eru) það sem við börðumst fyrir í tveim þorskastríðum, 200 mílurnar og ég tala nú ekki um sjálfstæði okkar til að ákvarða um okkar mál sjálf. Og hvað ætli verði um litla bæjar lækinn ef einhverjum dettur í hug að hann geti orðið góð viðbót við Flegeþon (logandi fljót í grískri goðafræði, sem ég er ekki fróður um en mér þykir hæfa til samanburðar við Evrópusambandið).
Allt það erfiði kann þá að hverfa.
Kann að lenda í höndum pólitíkusa í Brussel
Ísland er útkjálki sem á eftir að verða fjársveltur og rödd okkar má sín lítils í eld hafi hins varasama fjóts.
Og kannski er ég enn komin út fyrir efnið.
Kannski ég ætti ekki að segja mína skoðun?
Kannski ég ætti að loka huganum og vera eins og Sverrir Ztormsker og fara bara að semja klámvísur vegna þess að mér finnst þið svo vitlaus, eða ég hugsa að það sé ástæðan þess að hann sé að þessari vitleysu?

En hvar er ljóðið sem ég settist niður til að skrifa?
Hvar er þetta helvítis Ljóð? Hefur einhver fundið það hér á milli línanna, kannské ég ætti að breikka línubilið svo þú getir skoðað betur á bakvið textann.

Ég hef skrifað þetta hér að ofan og þetta hér að neðan og þetta mun eflaust engin lesa, sama hvað. Ég trúi ekki á það að nokkur nenni að lesa það sem ég skrifa.
Mínar skoðanir fara líklegast aldrei lengra en það að verða ólesin texti á tölvuskjánum hjá mér og á einhverri Ljóðasíðu á netinu.
Og þá er Kannski bara best að ég troði fleiru óviðeigandi inn í þennan texta og vandi mig lítið eins og ég mér er lagið og fari að tala um samfélagið, samfélagið...

Barnið í skólunum lærir hvernig það er að vera neitandi.
Já, Skólarnir framleiða neitendur.
Því er ekki kennt að vera „on top of the game“ að mér finnst.
Því er ekki kennt að spara og safna sér fyrir bíl og húsi sem ætti reyndar að vera hlutverk foreldrana. Sko brýna fyrir því að nota aurinn sem það fær fyrir að vera í garð vinnu yfir sumarið t.d til að versla fyrsta bílinn, þetta eru þrjú sumur, kannské fleiri.
En þó hef ég ekki mikið verið í skóla, en stökusinnum í vinnu, nennir einhvur að ráða mig í vinnu, vantar ekki ráðherra eða einræðisherra eða kannské bara Konung, jæja hvað um það best að halda áfram hér og tala hér um hin raunsanna veruleika allíðunar eins og hann sé ekki staðreynd, svona er ég alltaf vitlaus.
Börnunum eru gefinn Vísa-Depid kort fyrir fermingu og yfirdrátt um 17-18ján ára aldurinn. En mér finnst að börnum eigi að vera kennt að spara og vera hyggin og það ætti að vera hagur bankana að vera með peninga fólksins heldur en að eltast við skuldir þeirra og því ættu þeir að halda upp skynsamlegum áróðri.
En Réttlætingin er sú að á meðan það er stöðug velta þá sé þetta í góðu. En er það í góðu ef að ég fæ 20.000 spesíur lánaðar á hverju ári og borga bara x (tíu) til baka? Og svo þegar ég er dauður fær sonur minn skuldirnar í arf, ef ég ætti son þar að segja, og hann hefur að öllum líkindum tekið upp sama vitræna háttinn og ég og þarf að rembast við að borga skuldirnar hans Pabba og leggur því ekkert til hliðar fyrir börnin sín. Og þá stefnir vitanlega allt í eimd og volæði. Ég vildi að við hefðum aldrei fengið blessað Tyggigúmmíið og Karamellurnar.
Og að það ætti að kenna Börnum Lífspeki við 9ju ára aldurinn með öðrum orðum Grunn heimspeki eins og er gert í fyrsta bekk upp í háskólanum, hvar svo sem hann er, og munin á huglægu og hlutlægu mati og að trú sé góð en að þau verði að treysta á sitt eigið hyggjuvit. Við erum Kristið samfélag er það ekki?
Og ég vildi einnig gera alla Íslendinda ríka í ofanálag með því að gera eyjuna okkar af paradýs fyrir auðklifinga og frægðarfólk og banna aðgangs harða ljósmyndara og einnig skikka fólk til að huga að framtíð barna sinna svo þau sleppi við stritið sem foreldrarnir þurftu að inna að hendi, mér þykir ekki fínt að strita ef hægt er að sleppa við það.
Ég vil fyrir myndar ríki þar sem ekkert betl er og ég kann ekki einusinni að skrifa Ljóð.
En hvar er ég í dag? Nú er stórt Spurt!

Vegna þess að í dag er ég slettur og feldur ræfil á hinu sanna Alfa jarðar Íslandi.
Já, það kann að henda menn að geta ekki tekið þátt í þessum sjúka leik sem lífsgæða kapphlaupið er. Sem betur fer...
Góð heilsa hefur oft fengið menn til að gera bölvaða vitleysu sem þeir hefðu ekki gert ef þeir væru heilsu tæpir (haft eftir Immanuel Kant). Já, ég veiktist og fékk sjúkdóm heimsins, þunglindi og vímuefna fíkn ungur að árum en er að ná mér og er að verða að manni hægt og rólega og ég er að spara.
Já, Ég er að spara sjálfan mig og smá upphæð mánaðarlega og kannski ég brenni hægar upp en þið hin sem eruð á fleygi um tilveruna og að ég muni eiga eitthvað eftir í eilífa lífinu af sjálfum mér. Þið brennið upp og visnið, það gerum við reyndar öll ef við lifum ekki rétt, sem ég reyndar trúi að ég sé ekki að gera ( lifa ekki rétt) því ég fann hin eina sanna andans elexer, Guð. En ég hef ekki alltaf verið sparsamur á lífsorkuna.
Og nú er ég hér og glamra á hugvélina. Já, ég er á móti orðinu tölva vegna þess að það er að öllum líkindum dregið af orðinu völva, sem spáði fyrir um framtíðina hér áður fyrr vegna þess að fyrst þégar tölvurnar komu voru þær notaðar til að keyra forrit sem reiknaði saman kosninga tölur kjördæmanna í sveita- og alþingiskosningum.
Hugvél er mér hugleikið orð. Og þá vegna þess að við höfum hugbúnað sem fær vélina til að „hugsa“ og það þarf að nota hugann til að spila þessa blessuðu leiki sem eru að eitra hugarfar unglingana en sumir auðga skipulagshæfni og þá er gott nafn á þá Hugleikir. En hér er ég, fyrir framan Vélina, auka heilan minn og ef ég væri mér ferðavél myndi ég kalla hann litla heilan, geymdur á fjárlögum eins og ráðuneyti og fer næstum aldrei framúr heimildum nema með blessuðum yfirdrættinum, segi ég eftir allan fyrirlesturinn, ég er álviti greinilega nei það er iðnaðar og viðskiptaráðherra. Og,,, ég gæti haldið áfram en ákveð að láta hér við sitja í bili. Lifið heil..


 
Örn Úlriksson
1976 - ...
(1)Tilvitjun í ljóð eftir Einar má Guðmundson...Skáld og rithöfund...


Gæti átt eftir að breyta þessu, þó ekki tilvitynjunni, því ég er síbreytandi öllu sem ég skrifa, jafnvel tíu árum eftir að ég held að þau séu full kláruð. Ég held að ekkert sem ég skrifa verði endanlegt fyrr en ég er dauður.


Ljóð eftir Örn Úlriksson

Haust.
Haugskonungur.
Hið eilífa upphaf.
Sumarið '93
Einn morgunn
Dans.
Úti við sjó
CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.
Þögnin er gullin
Galdramenn
Vitund.
Og hverju býttar það?
Amfetamín
Ný skrifbók.
Samfélagið (allaveganna er þetta partur af því)
Heimsins besta Ljóð.
Hringekja Síbrotamannsins
Leitin að lífinu
Á bakvið saklaus augu
Fallega veröld.
Sálmur 1tt.
Ótuktin
in inferno...í helvíti.
Við hlíðar Akrafjalls
JÓNAS (ekki með höfuðstaf né stuðlum)
Kavíar og Kampavín.
Reminder of my faith.
Hann, maðurinn.
Græn augu
án titils
Er það svo?
Augun
Hann er að norðan sagði sjómaðurinn skrækróma.
Spegilmynd.
Gull kúla.
Við Guðs Altari
Auðvald.
Riddari.
Jóla Ljóð.
Angur (Fyrsta útgáfa)
Píslavottur
Rósarbeð Skaparans
Kristur.
Í mínu höfði.
Eftir kaffi á Súfustanum.
Amfetamín (Afbrygði)
Hrafnaþingin.
Útsýni á vestfjörðum á sumri 2001.
Hálfvitar heimsins, takk fyrir mig.
Raunveran.
Vond er veraldarslóð
ÞJÓFA KVÆÐI
ER ÉG GULL EÐA BRONS
EINN.
ÞÆR ÞUNGU BYRÐAR
THULE