ljóð ?
heyrið þið ekki kall mitt á hjálp
heyrið þið ekki neyðaróp mitt
sjáið þið ekki mína myrku sál
sjáið þið ekki tómið í augum mínum
heyrið þið ekki tilfinningaleysi orða minna

ERUÐ ÞIÐ BLIND ?

haldið fyrir augun og hlustið,
haldið fyrir eyrun og horfið,
hlustið á hljóðlausa beiðni mína sem ég mynda með höndum mínum - meðan þið haldið fyrir augun til að heyra, meðan þið haldið fyrir eyrun til að sjá

GERIÐ EITTHVAÐ - STANDIÐ UPP AF RASSINUM OG GERIÐ EITTHVAÐ

hættið að einblína á það sem betur má fara
horfið á það sem vel tókst
gefið ykkur tíma til að horfa á það sem Guð myndi kalla kraftaverk -
HORFIÐ Á MIG
ekki horfa á mig gagnrýnum augum; horfið á mig eins og þið sjáið mig .. ekki eins og þið viljið sjá mig

HLUSTIÐ Á MIG

hættu að grípa fram í fyrir mér
hættu að gagnrýna litlu orðin
hættu að segja mér að bíða
HLUSTAÐU NÚNA ...

... áður en það verður of seint  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
samið 17 ágúst 2004

Orð á blaði má túlka á marga vegu en ekki má loka á þá sem reyna að tala við mann - opnum hjarta okkar og hlustum á náungann, með bæði augu og eyru opin !


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni