Söknuður til lítils drengs
Þessir litlu puttar - skilja eftir svo mikið með litlu fingraförum sínum
Þessar litlu tær - skilja eftir svo mikið með litlu fótsporunum sínum
Þessi stóru augu - skilja eftir svo mikið með augnaráði sínu
Þessi litli munnur - skilur eftir svo mikið með litla bablinu sínu
Þessi litlu eyru - sem hjálpa þér að læra að hlusta og tala

Þessi litli drengur - sem skilur svo mikið eftir sig með hverju hljóði, hverju fótspori, hverri snertingu.

Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og kennt þér um Guð og lífið

Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og verndað þig

Ó hvað ég vildi að ég gæti tekið þig í fang mitt litli drengur og sagt þér hversu heitt ég elska þig

Ég sakna þín litli drengur  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
Samið 12.nóvember 2003.
Þetta ljóð tileinka ég litla systursyni mínum sem býr í Danmörku. Ég sakna þín svo sárt elsku litli frændi, hugsa til þín á hverjum degi.


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni