Leitin að hamingjunni
Ég er búin að sitja hér og bíða í 3 daga og 3 nætur,
en eftir hverju er ég að bíða,
það veit ég ekki.
Kannski er ég að bíða eftir því að einhver komi og tali við mig,
kannski er ég að bíða eftir því að einhver komi og sæki mig,
kannski er ég að bíða eftir prinsinum á hvíta hestinum og kannski er ég að bíða eftir því að Guð gangi hér inn um dyrnar, rétti mér hönd sína og leiði mig upp til himna þar sem ég mun alltaf vera hamingjusöm.
En skyldi það vera satt að hamingjuna sé aðeins að finna í himnaríki ?
Ætli ég verði ekki að leita ?
En eitt er víst að hún er ekki í
höndum mínum,
hún er ekki í
fótum mínum.
Er hún kannski bara eitthvað sem maður ýmindar sér að maður hefur fundið - í laumi í höfðinu á sér ?
Það liðu 4 ár, þá kom ég aftur og settist við sama borð og 4 árum fyrr, fékk mér kaffitár, og þá, ég uppgvötaði að mér hafði aldrei dottið í hug að leita í hjarta mínu, ég var of upptekin við að leita utanfrá.
Ég beið í 4 ár, og nú var ég búin að finna hamingjuna, á staðnum þar sem hún hafði alltaf verið,
í hjarta mínu.  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
samið 29.10.1997


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni