friður og stríð
(friður)
barn á hjóli
blóm í glugga
bros á vör
glampi í augum
hlátur

(stríð)
lík barns
brotin rúða
tár móður
sorg í augum

byssur - dauði saklausra
sprengjur - eyðilegging

(friður)
móðir stendur út í glugga, finnur ilminn af nýútsprungnum blómum, heyrir hlátur barns síns sem er á hjóli í garðinum. hún fær glampa í augun, hjarta yfirfullt af ást á saklausu lífi.

(stríð)
skyndilega þagnar hláturinn, rúðan springur, blómin hverfa, augu móður fyllast skelfingu er hún sér að saklaust barn sitt fær skot í hnakkann, hjartað yfirfullt af sorg eftir saklausu lífi.  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
samið 27.febrúar 2003
Er þetta það sem fólk vill - dauða saklausra ?


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni