Árekstur - við lífið
Mamma
Það varð árekstur. Lítið barn var við leik með boltann sinn. Það kom stór trukkur. Boltinn rann út á götu og barnið hljóp á eftir. Bílstjóri trukksins flautaði - það var of seint. Unglingsstúlka sem stóð hjá reyndi að grípa barnið - það var of seint. Kona ein reyndi að ná þeim - það var of seint. Það varð hljóðlaust högg. Barn, stúlka og kona liggja á götunni særð. Viltu hjálpa þeim?

Mamma
Það var árekstur. Litla stelpan þín var að leika sér með lífið. Dauðinn kom. Lífið rann úr litlu höndunum og litla stelpan þín hljóp á eftir. Guð reyndi að vara hana við - það var of seint. Unglingurinn í henni reyndi að grípa í barnið - það var of seint. Konan í henni reyndi að taka völdin - það var of seint. Það varð hljóðlaust högg þegar litla stelpan þín og dauðinn skullu saman. Hún er særð. Viltu hjálpa henni?
 
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
Samið 22.október 2001
Lenti í 2.sæti í ljóðasamkeppni Kratylosar, sem er félag í Menntaskólanum á Akureyri, desember 2002


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni