Svo hratt, svo hratt
Tárin renna niður gyllta hvarma - stjórnlaust.
Hugurinn fer af stað, aftur til liðinna ára.
Aftur til þess þegar allt var svo áhyggjulaust og frjálst.
Aftur til þess þegar allt virtist leika við mig.
Aftur til þess þegar þetta mátti en ekki hitt.
Aftur til þess þegar ég var svo mikið barn.
Aftur til þess þegar dauðinn var svo fjarlægur.

Á einu augnabliki, á örfáum sekúndum, á stuttri stundu hvarf þetta allt.
Kæruleysið flaug í burt og dauðinn nálgaðist á ógnvekjandi hraða.

Á einu augnabliki, á örfáum sekúndum, á stuttri stundu gerðist svo margt.

Sírenur, köll og þögn deyjandi manns.

Svo ógurlega margt, á einu augnabliki, á örfáum sekúndum, á stuttri stundu fékk tárin til að renna niður gyllta hvarma - stjórnlaust.  
Inga Jóna Kristjánsdóttir
1981 - ...
samið 02.05.2000


Ljóð eftir Ingu

ástarjátning
Árekstur - við lífið
HRINGDU !
Cowboy
Leitin að hamingjunni
Þú og ég
Hugsun
Leikur að tilfinningum
Svo hratt, svo hratt
?
Skugginn
90% fullkomið líf
Einmannaleikinn
Æfi flugunnar
Til þín
Söknuður
Höfnun
Úr samhengi
Bréf
Framtíð þín
- hvers vegna -
Til vinar
friður og stríð
Er ástin ekki dásamleg
ég ég ÉG
Ég elska þig
Dauður líkami - flúin sál
Söknuður til lítils drengs
Til arnarinns
Komin að niðurstöðu
Mamma
ljóð ?
hreinskilni