

Titringur, skjálfti, töfrar þjóta
tilefnið ert þú.
Helst af öllu herrans njóta
vil ég hér og nú.
Augnablik ég augum loka
stundina aftur lifi.
Við unaðskennd og undur doka,
undarlega öll á svifi.
Mætast munnar að loknum degi
munaðurinn er mikill.
Þú ert minn eini elskulegi
elsku og unaðs-lykill.
Milli svefns og sælu
sakna ég þín mest.
Hugar þíns og handa-gælu
hugnast mér nú best.
Í faðmi þínum fá að vera
fagrar langar nætur.
Ekkert frekar vil ég gera
en eiga með þér rætur.
Ástarkveðju áfram sendi
ákall út í daginn.
Vil ég aldrei að víman endi
verði okkur í haginn.
tilefnið ert þú.
Helst af öllu herrans njóta
vil ég hér og nú.
Augnablik ég augum loka
stundina aftur lifi.
Við unaðskennd og undur doka,
undarlega öll á svifi.
Mætast munnar að loknum degi
munaðurinn er mikill.
Þú ert minn eini elskulegi
elsku og unaðs-lykill.
Milli svefns og sælu
sakna ég þín mest.
Hugar þíns og handa-gælu
hugnast mér nú best.
Í faðmi þínum fá að vera
fagrar langar nætur.
Ekkert frekar vil ég gera
en eiga með þér rætur.
Ástarkveðju áfram sendi
ákall út í daginn.
Vil ég aldrei að víman endi
verði okkur í haginn.