Titringur
Titringur, skjálfti, töfrar þjóta
tilefnið ert þú.
Helst af öllu herrans njóta
vil ég hér og nú.

Augnablik ég augum loka
stundina aftur lifi.
Við unaðskennd og undur doka,
undarlega öll á svifi.

Mætast munnar að loknum degi
munaðurinn er mikill.
Þú ert minn eini elskulegi
elsku og unaðs-lykill.

Milli svefns og sælu
sakna ég þín mest.
Hugar þíns og handa-gælu
hugnast mér nú best.

Í faðmi þínum fá að vera
fagrar langar nætur.
Ekkert frekar vil ég gera
en eiga með þér rætur.

Ástarkveðju áfram sendi
ákall út í daginn.
Vil ég aldrei að víman endi
verði okkur í haginn.


 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf