Án titils
Með þungum huga konan þegir,
þerrar burtu tárin.
“Gættu þín góða hvað þú segir!!”
gall við í gegnum árin
“Það er víst ei nóg að vilja,
vel að meina orðin,
sannleikann sjálfan má aldrei dylja,
settu öll spilin á borðin.”
Hún vildi geta tekið til baka
töluð orð í húmi nætur.
Hana áfram heldur að þjaka
hrollur um hjartarætur.
Það er ekki það sem sagt var
sem þjakar hana nú.
Heldur það – hún veit ei hvar
hugur hans er og trú.
Grætur hún og Guð sinn biður
að gefa sér nú svar.
Í hjartanu megi myndast friður
sú hugarró sem var.
Hún er bara lítið blóm,
barn sem í litlu botnar.
Sækir að kuldinn með sínum klóm,
kuldinn yfir öllu drottnar.
Hún var svo sæl um sumarmál
svo viss um ástina hans.
Sátt við þessa fallegu sál
sem boðið hafði í dans.
Dans sem átti að duna dátt
daglangt í framtíðinni.
Sem sól á heiðum himni hátt,
sólskyn var í sinni.
Afarfalleg voru ástarorðin
ástin úr þeim skein.
Allt var lagt, að hún hélt á borðin,
engin gamalgróin mein.
Í gleði sinni gaf hún meira,
gjöfin var hún öll.
Vildi gjarnan gefa fleira
og guma búa höll.
En smátt og smátt þá dimmdi yfir,
sem nótt þá dagur varð.
Þrálát er þögnin og lengi lifir,
þungbúin myndar hún skarð.
Las hún enn og aftur ljóðin
loforð um betri tíð.
Að þeirra einna væri ástarslóðin
alltaf um ár og síð.
Það yrði aldrei þrautaganga
þeirra ljúfi dans.
En frek hafði þögnin hann tekið til fanga,
fá voru orðin hans.
Ein hún sat í erlendu landi
ekkert botnaði í neinu.
Hafa hemil á tárum var vandi,
hló hún ekki að neinu.
Hún var ekki viss hvað helst skyldi halda
- því herrann ekkert reit.
Hún vildi bara ekki veseni valda,
viljandi fram hjá því leit.
Kannski hafði konan áður
komið að þessum mótum.
Vissi-það er vont að vera öðrum háður
vilja allt á sínum nótum.
Því allir eru einir fæddir,
engu um það breytir hver,
hvaða huga og hjörtu þú þræddir
héðan- einn maður burtu fer.
Hún vissi líka að von og trú
eru veganestin bestu.
En maður minn – þvílíkt desjavú
man hún eftir flestu.
Hún man hvernig var að sitja og bíða
ein í húmi nætur.
Hún man hve lengi tíminn var að líða
hrollur um hjartarætur.
Í brjósti sínu enn ber vonarneista
biturð er ekki til.
Sér hún í sálinni ástina reista
sannleika í vil.
Vill hún allt sínu vini til góðs,
vitji hans hamingjan víð.
Happið verði honum ei til hnjóðs,
hugumstór alla tíð.
Í bljúgri bæn hún biður þess nú
að blómið sitt hann muni áfram.
Hún gaf sína ást í góðri trú
og gefur hana áfram.
þerrar burtu tárin.
“Gættu þín góða hvað þú segir!!”
gall við í gegnum árin
“Það er víst ei nóg að vilja,
vel að meina orðin,
sannleikann sjálfan má aldrei dylja,
settu öll spilin á borðin.”
Hún vildi geta tekið til baka
töluð orð í húmi nætur.
Hana áfram heldur að þjaka
hrollur um hjartarætur.
Það er ekki það sem sagt var
sem þjakar hana nú.
Heldur það – hún veit ei hvar
hugur hans er og trú.
Grætur hún og Guð sinn biður
að gefa sér nú svar.
Í hjartanu megi myndast friður
sú hugarró sem var.
Hún er bara lítið blóm,
barn sem í litlu botnar.
Sækir að kuldinn með sínum klóm,
kuldinn yfir öllu drottnar.
Hún var svo sæl um sumarmál
svo viss um ástina hans.
Sátt við þessa fallegu sál
sem boðið hafði í dans.
Dans sem átti að duna dátt
daglangt í framtíðinni.
Sem sól á heiðum himni hátt,
sólskyn var í sinni.
Afarfalleg voru ástarorðin
ástin úr þeim skein.
Allt var lagt, að hún hélt á borðin,
engin gamalgróin mein.
Í gleði sinni gaf hún meira,
gjöfin var hún öll.
Vildi gjarnan gefa fleira
og guma búa höll.
En smátt og smátt þá dimmdi yfir,
sem nótt þá dagur varð.
Þrálát er þögnin og lengi lifir,
þungbúin myndar hún skarð.
Las hún enn og aftur ljóðin
loforð um betri tíð.
Að þeirra einna væri ástarslóðin
alltaf um ár og síð.
Það yrði aldrei þrautaganga
þeirra ljúfi dans.
En frek hafði þögnin hann tekið til fanga,
fá voru orðin hans.
Ein hún sat í erlendu landi
ekkert botnaði í neinu.
Hafa hemil á tárum var vandi,
hló hún ekki að neinu.
Hún var ekki viss hvað helst skyldi halda
- því herrann ekkert reit.
Hún vildi bara ekki veseni valda,
viljandi fram hjá því leit.
Kannski hafði konan áður
komið að þessum mótum.
Vissi-það er vont að vera öðrum háður
vilja allt á sínum nótum.
Því allir eru einir fæddir,
engu um það breytir hver,
hvaða huga og hjörtu þú þræddir
héðan- einn maður burtu fer.
Hún vissi líka að von og trú
eru veganestin bestu.
En maður minn – þvílíkt desjavú
man hún eftir flestu.
Hún man hvernig var að sitja og bíða
ein í húmi nætur.
Hún man hve lengi tíminn var að líða
hrollur um hjartarætur.
Í brjósti sínu enn ber vonarneista
biturð er ekki til.
Sér hún í sálinni ástina reista
sannleika í vil.
Vill hún allt sínu vini til góðs,
vitji hans hamingjan víð.
Happið verði honum ei til hnjóðs,
hugumstór alla tíð.
Í bljúgri bæn hún biður þess nú
að blómið sitt hann muni áfram.
Hún gaf sína ást í góðri trú
og gefur hana áfram.
Stundum veit maður hlutina áður en þeir gerast.......