Bæn
Góði faðir gefðu af
gnægtavisku þinni
sindr´i og geisli hún sem haf
í samviskunni minni.
Bljúg ég stend og bið til þín
bæn sem skiptir máli.
Skjótt hún stígur upp til þín
sem neist´i af litlu báli.
Styrk og trú ég sæki í þig
sem er mér í vil.
Langar mig að þú leiðir mig
líkt og hingað til.
Lengi hefur ljósið lifað
ljúft í sálu minni.
Ekkert burtu fær því bifað
þessu broti af visku þinni.
gnægtavisku þinni
sindr´i og geisli hún sem haf
í samviskunni minni.
Bljúg ég stend og bið til þín
bæn sem skiptir máli.
Skjótt hún stígur upp til þín
sem neist´i af litlu báli.
Styrk og trú ég sæki í þig
sem er mér í vil.
Langar mig að þú leiðir mig
líkt og hingað til.
Lengi hefur ljósið lifað
ljúft í sálu minni.
Ekkert burtu fær því bifað
þessu broti af visku þinni.