Bæn
Góði faðir gefðu af
gnægtavisku þinni
sindr´i og geisli hún sem haf
í samviskunni minni.

Bljúg ég stend og bið til þín
bæn sem skiptir máli.
Skjótt hún stígur upp til þín
sem neist´i af litlu báli.

Styrk og trú ég sæki í þig
sem er mér í vil.
Langar mig að þú leiðir mig
líkt og hingað til.

Lengi hefur ljósið lifað
ljúft í sálu minni.
Ekkert burtu fær því bifað
þessu broti af visku þinni.
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf