Minningarbrot.... hvers??
Við sátum við borð
ég sagði ekki orð
en hugsaði þeimur fleira.
Því var ég hér stödd
svo á lífinu södd
og gat ekki gefið meira.

Þú brotið hafðir mig í smátt
og allt sem ég hafði átt
það burtu úr mér kreist.
Ekkert hægt að gera nema bíða
sitja og horfa á tímann líða
fá ekki rönd við reist.

Ég óskaði þess að horfin ég væri
fleiri köst ég ekki afbæri.
Þráði ég að farast.
Þá upp reis alda í mínum huga
það hlaut að vera einhver smuga
frá þér ég varð að komast.

Komast burt frá veikindum þínum.
Kynnast aftur löngunum mínum
varð óskin mín eina sanna.
Fá að vera í friði ég ein
finna aftur heil mín bein
fá lífið aftur að kanna.

Ég vissi það er út ég gekk
að líf mitt allt á bláþræði hékk
því bræðin er þinn hængur.
Er ég vaknaði var ég létt í lund
ég vissi ég færi ei aftur á þinn fund.
Aldrei framar ég geng til sængur.

Ég vil þakka þér morðingi minn
við kvalirnar laus er hugur minn
aldrei aftur ég felli tár.
Hjá mér verður alltaf áfram bjart
en hjá þér verður sennilega allt svart
lífinu þú bara lifir sár.  
Björgin
1964 - ...
Ekki veit ég úr hvaða eða hvers lífi þetta myndbrot er......


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf