Týndi prinsinn
Hvar ertu minn hjartfólgni vinur?
herrann minn eini og sanni
Harmafullt mitt hjarta dynur
hrekst ég um í banni?

Ég skil ei vel því mér sárnar svona
sífelld ný reynsluspor
Var mér ei kennt alltaf að vona?
þótt vafinn sýndi for

Hvar er herrann sem gullin mér gefur?
og hjarta sitt mér færir
Sá sem rólegur hjá mér sefur
og aldrei mig særir

Mig dreymir þig draumaprinsinn minn
daga jafnt sem nætur
Hjarta mitt þekkir huga þinn
og hjartans innstu rætur

Því finn ég þig ei í fjöldanum?
þú felur þig þar enn
Konan ég bíð í kuldanum
kemurðu ekki senn?  
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf