Örþankar
\"Skrítið\"
segir hún og skoðar sig í speglinum.
Meira segja sálina sína sér
og er sátt við sig alla.

Hugurinn skýtur inn efa:
...\"því ertu hér ein??
ef allt er svo satt og gott?\"

Hjartað berst á móti
...\"kannski enginn sjái hana í réttri raun....
kannski kunna þeir bara ekki gott að meta\"

Hugurinn hvíslar:
...\"getur verið að hún sé of góð?
það geti enginn átt með henni samleið?\"

\"NEI\"
hrópar hjartað:
...\"hann er bara vandfundinn!
og veit örugglega ekki af henni enn.\"

\"Jú\"
hlær hugurinn:
...\"hann veit...
en kannski þorir hann bara ekki..
heldur að það sé of gott til að vera satt!!\"

Konan brosir við spegilmynd sinni og heldur út í bjartan daginn  
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf